My interview with the Icelandic Newspaper

So I got to Iceland.  My fourth time here.  And I managed to make it onto the cover of the Morning Paper (Morgunblaðið).  Oddly enough, I managed to do the same back in 2012, but this time I am the main story on the cover of the special edition Sunday paper for Hinsegin Dagar (Reykjavik Pride).

Here is the PDF of the interview, and cover.  I will post the Icelandic text, with a rough translation in English below.  ENJOY!!!

Morgunblaðið (Honey LaBronx interview) 2016-08-06


ICELANDIC TEXT:
Björk kveikti áhugann
Ben Strothmann heillaðist af Björk á unglingsaldri og ákvað að hann yrði að læra hennar móðurmál íslensku. Hann er nú á landinu sem dragdrottningin Honey LaBronx en hún ætlar bæði að taka þátt í Gleðigöngunni um helgina og halda fyrirlestur um dýravernd á Vegan festival um næstu helgi.
VIÐTAL
„Björk, takk fyrir líf mitt, takk fyrir íslenskuna“
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.8.2016
Ben Strothmann er New York-búi, dragdrottning, ljósmyndari, fyrrverandi þjónn, veganisti, femínisti, húmanisti, dýraverndunarsinni, einn helsti aðdáandi Bjarkar, íslenskunemi, hommi, og nú nýlega fyrirlesari um réttindi dýra og veganisma. Í draggervinu heitir hann Honey LaBronx og segist hann nota athyglina sem hún fær til að vekja athygli á því sem skiptir hann mestu máli, réttindum dýra.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Það var við hæfi að hitta gallharðan veganista á Gló á Klapparstíg. Ég kem auga á Ben í biðröðinni og heilsa á ensku. Hann svarar á íslensku. Hann pantar sér mat og hvíslar að mér: How do you say receipt? Ég svara því. „Get ég fengið kvittun?“ spyr hann afgreiðsludömuna hátt og skýrt. Framburðurinn er nokkuð góður hjá þessum Íslandsvini sem kominn er hingað í þetta sinn til að halda fyrirlestur um málefni og réttindi dýra. Það mun hann gera sem dragdrottningin Honey LaBronx. Og að sjálfsögðu mætir hann á Gay Pride þar sem hann vonast eftir að hitta goðið sitt, Björk.
Alltaf skotinn í strákum
Við komum okkur fyrir á svölunum í sólinni og ákveðum að tala ensku. Ben notar samt tækifærið annað slagið og slær um sig á íslensku. Ég er forvitin að vita hvaðan hann er; hver hann er. „Ég er jafn gamall og alheimurinn og jafn ungur og augnablikið,“ svarar Ben þegar ég spyr um aldur. Ben ólst upp Milwaukee, Wisconsin, en hefur búið síðustu 16 árin í New York. Hann segist aldrei hafa efast um kynhneigð sína. „Ég hef alltaf vitað að ég væri hommi. Það kom aldrei sú stund í mínu lífi þar sem ég þurfti að uppgötva það að ég væri hinsegin, að ég væri öðruvísi. Alveg frá því ég var smástrákur vissi ég það. Ég man eftir því að ég var kannski þriggja ára og sá stráka í sjónvarpinu, þá vissi ég að ég væri hrifinn af strákum og eins á leikskólanum. En allt fullorðna fólkið sagði við mig að einn daginn myndi ég giftast konu. Ég hugsaði, hvernig vitið þið það? Hvernig getiði sagt hvað muni gerast í lífi mínu? Ég er mjög ánægður að ég ólst upp við þetta því alveg frá þriggja ára aldri hef ég þurft að hugsa um hver ég er í raun og veru. Í fyrsta bekk var ég skotinn í strák; hann leit út eins og lítill Harrison Ford. Mér fannst hann svo sætur og ég sendi honum litla ástarmiða og skrifaði á töfluna: Ben loves Doug. Ég pældi ekkert í því en einn nemandinn sá þetta og fríkaði út. Ég horfði á Doug rífa miðann í tætlur,“ segir Ben en hann hefur skrifað einþáttung um atvikið. Ég spyr hvort hann hafi verið niðurbrotinn þegar þetta gerðist. „Ég er ekki tilfinninganæm manneskja, þótt það gæti virst þannig. Það er mjög auðvelt fyrir mig að setja tilfinningar mínar í litla kassa og setja þá til hliðar einhvers staðar. Kannski þarf ég einhvern tímann að díla við alla þessa kassa. En ég man að ég var dáldið sár en skildi það,“ segir hann. „Svo í öðrum bekk skildi ég að ég ætti ekkert að vera að tala um þetta. Það var svo ekki fyrr en sjö árum seinna, svona um þrettán ára að þetta kom aftur upp sem umræðuefni. Internetið var þá nýkomið og ég gat þá farið þangað og hitt aðra sem voru hinsegin og ég kynntist fólki sem var eins og ég. Þá fann ég minn „þjóðflokk“ og sá hvar ég passaði inn,“ segir Ben.
Hommafrændinn
Ben segir foreldra sína hafa verið skilningsríka þótt það hafi verið erfitt fyrir þau. Hann segist hafa heyrt margar slæmar sögur og jafnvel hræðilegar um viðbrögð foreldra við því að barn þeirra komi út úr skápnum. Sumir vinir hans hafi sagt að hann ætti að vera glaður að ekkert slæmt hafi komið fyrir hann. „Ég segi nei, ég ætla ekki að vera glaður yfir því að það gerðist ekkert slæmt hjá mér, bara vegna þess að hlutirnir geta verið hræðilegir ætla ég ekki að vera þakklátur að ég hafi ekki verið drepinn. Mér finnst ég eiga það skilið að njóta sömu réttinda og fá sömu meðferð og allir aðrir,“ segir Ben. „Þegar ég sagði foreldrum mínum og systkinum mínum að ég væri samkynhneigður fóru þau að haga sér öðruvísi, haga sér í samræmi við það. Ég sagði við einn fjölskyldumeðlim um daginn: mér líður eins og ég sé hommafrændinn þinn, ekki bara frændi þinn,“ segir hann og útskýrir að hann vilji ekki vera settur í ákveðinn flokk vegna kynhneigðar sinnar. Hann segir að fólk eigi það til að halda að vegna þess að hann sé hommi hafi hann áhuga á hlutum sem fólk haldi að allir hommar hafi áhuga á. „Ég vil ekki að fókusinn og athyglin fari á þá staðreynd að ég er samkynhneigður. Ég hugsa ekki um það daglega að ég sé hommi. Þegar ég var yngri, og var að berjast við að skilgreina hver ég var, var það mjög mikilvægt fyrir mig að skilgreina mig sem homma. Núna hef ég miklu meiri áhuga á að ég sé vegan, að ég sé dýraverndunarsinni, að ég sé femínisti; að vera á móti mismunun vegna litarháttar. Ég vil frekar finna mig þar, því það að vera samkynhneigður er bara tilviljun. Og þeir einu sem þurfa að vita það eru þeir mjög, mjög, mjög svo heppnu menn sem fá að fara heim með mér,“ segir hann og brosir.
Át varaliti mömmu sinnar
Honey LaBronx er persóna sem Ben hefur skapað og þróað í gegnum árin. Þegar hann fer í gervi hennar getur hann tjáð sig á annan hátt og fær útrás fyrir sýningarþörfina en hann hefur ávallt dreymt um að standa á sviði á Broadway og leika og syngja. Ég spyr um þennan kvenmann og hvaðan hún sé. „Ég skal segja þér, Honey LaBronx er lygari og þjófur. Nei, ég er bara að grínast!“ segir hann og útskýrir málið. „Jafn lengi og ég hef vitað að ég væri hommi hef ég vitað að ég vildi verða dragdrottning. Alla mína ævi. Ef þú hefðir spurt mig þegar ég var fimm ára, á ég að klæða þig upp sem konu hefði ég æpt: JÁ!,“ segir Ben en hann man vel eftir að hafa leikið sér með förðunarvörur móður sinnar. „Ég man að ég át varalitinn hennar mömmu. Þú veist að það er sagt að við séum öll bleik að innan? Ég alveg sérstaklega, út af öllum varalitunum sem égát!Éger eina dragdrottingin sem málar sig að innan,“ segir hann í gríni. „Ég man hvað mér fannst gaman að leika mér að málningardótinu hennar mömmu,“ segir hann. „En ég klæddi mig ekki beint upp sem dragdrottning áður fyrr. En ég var alltaf að setja á mig hárkollur, slæður eða gleraugu. Svo var ég nítján ára og var alltaf að heimsækja New York og einn daginn datt mér í hug nafnið Honey LaBronx, það bara kom til mín. Guð gaf mér dragnafnið mitt. En ég gerðist ekki dragdrottning fyrr en ellefu árum seinna,“ segir Ben og segir frá upphafinu. „Það vantaði nokkrar amatör dragdrottningar til að skemmta og selja miða á góðgerðarsamkomu. Vinur minn bauð mig fram sem dragdrottningu. Og ég sló til og vinur minn farðaði mig. Og þótt ég liti hræðilega út sögðu allir að ég liti æðislega út. Þau vissu ekki hver ég var, sáu mig ekki og mér leið eins og ég væri ósýnilegur; eins og ég væri í dulargervi og það var svo æðisleg upplifun að ég vissi að ég vildi halda þessu áfram,“ segir Ben sem fann sig strax í hlutverkinu.
Dragmóðirin er heimsfræg
„Og þennan fyrsta dag sem dragdrottning fór ég baksviðs og þar var mjög myndarlegur svartur maður að farða sig. Við fórum að spjalla en hann hét þá dragnafninu Kitten Withawhip. Hann varð svo besti vinur minn en nú heitir hann Bob the Drag Queen og vann hann seríu 8 af RuPauls Drag Race. Hann vann keppnina í júní og er því frægasta dragdrottning í heimi í dag! En ég er búinn að þekkja hann lengi. Fyrsta árið sem ég var að koma fram í draggervi var ég alltaf í sömu fötunum, ég kunni ekkert á þetta. Og hann kom til mín og spurði mig hvort hann mætti vera dragmóðir mín og ég samþykkti það. Hann fór að vinna með fötin mín og förðun því ég hef ekki mikið tískuvit. Það endaði með því að ég flutti inn til hans og við bjuggum saman í fjögur ár,“ segir hann.
Missti vinnuna sem þjónn
Ben segir að Bob the Drag Queen hafi það mjög gott fjárhagslega. „Það er mjög hvetjandi að nú fær hann að ferðast um heiminn og gera það sem hann elskar að gera. Og hann sagði alltaf við mig, ef þú gerir það sem þú elskar, þá munu peningarnir koma í kjölfarið. Ég bjó með honum þegar hann hætti í öllum vinnunum sínum. Ég horfði á hann vinna sig upp úr engu. En ég ætlaði að gera þetta öðruvísi, vinna alls kyns vinnu og safna peningum. En ég missti vinnuna mína fyrir nokkrum vikum. Ég ætlaði ekkert að segja þessa sögu. Ég var þjónn á veganveitingastað en var rekinn, alveg óvænt. Og það fyrsta sem ég hugsaði, ég þarf að finna mér aðra vinnu, sem þjónn, eða barþjónn en svo hugsaði ég, nei! Tvö ár á þessum veitingastað hafa ekki gert neitt fyrir frama minn sem dragdrottning, nú ætla ég að ákveða sjálfur hvað ég geri. Og ég þurfti að setjast niður og spyrja mig, hvað vil ég í raun og veru gera? Í New York er hægt að lifa góðu lífi á því að vera dragdrottning. Maður þarf að finna bar og fá að koma þar fram, kannski vikulega. En í hjarta mínu var þetta ekki það sem ég vildi gera, ég er ekki bartýpan. Ég drekk ekki og þótt ég geti alveg verið innan um fólk sem drekkur þá nenni ég ekki að þurfa að eiga við drukkið fólk. Þannig að ég spurði mig, ef ég vildi ekki vera bardrottning, hvað vildi ég gera við líf mitt? Þetta var erfið spurning og ég hugsaði málið í tvær vikur. Ég er dýraverndunarsinni og ég loksins komst að því að ég vildi tala um dýravernd til að bæta heiminn. Ég vil lifa lífinu mínu fyrir dýrin, bæði mennsk og ekki mennsk. Þannig að ég ákvað að ég vildi verða alþjóðlegur fyrirlesari fyrir réttindum dýra,“ segir hann og ákvað að elta drauminn sinn.
Aldrei haldið fyrirlestur
Ben hætti því við að sækja um venjuleg störf og ákvað að fara til Íslands og Berlínar og halda fyrirlestra þar. „Ég hef aldrei áður haldið fyrirlestur. Ég á ekkert í vandræðum með að tala, en hef ekki haldið fyrirlestur. En ég ákvað að taka allan þann pening sem ég ætti og kaupa mér flugmiða til Íslands og Berlínar. Vinur minn lánaði mér þúsund dollara en ég ákvað að setja af stað söfnun á netinu. Þar bað ég fólk að hjálpa mér svo ég gæti komið hingað og farið til Berlínar og haldið fyrirlestra um dýraréttindi. Ég var ekki einu sinni bókaður neins staðar. Ég hugsaði, annað hvort er Bob lygari eða hann veit eitthvað sem ég veit ekki. Ég ætla bara að gera þetta og peningarnir munu fylgja,“ segir hann en söfnunin fór hægt af stað.
Leslie Jones trúir á mig
„Og nú komum við að annarri sögu, sem tengist þessari. Veistu hver Leslie Jones er? Ég hef elskað hana og hennar uppistand síðan 2006. Ég hef verið edrú núna í átta ár en þetta var fyrir þann tíma og ég var mjög vonlaus og þunglyndur. En þegar hún kom á skjáinn hló ég svo mikið að hún neyddi mig til að finna von og gleðiáný.ÍdagerhúneinafSaturday Night Live-grínistunum og er í nýju Ghost Buster-myndinni sem er leikin einungis af konum. Hún er svarta konan og ein af stjörnum myndarinnar,“ útskýrir hann fyrir blaðamanni. „Ég sendi henni skilaboð og vinabeiðni á facebook fyrir mörgum árum. Ég sagði henni hversu mikill aðdáandi ég væri, að ég væri dragdrottning og að ég notaði efnið hennar á dragsýningum mínum. Hún svaraði þá, fyrir mörgum árum, að hún elskaði dragdrottningar og væri glöð að heyra þetta. Ég sendi henni svo núna fyrir mánuði skilaboð aftur og sagði henni hversu stoltur ég væri af henni, hversu langt hún hefði náð. Ég myndi deyja ef ég sæi hana. Í alvöru, ég gæti dáið. Ég er haldinn sjaldgæfu heilkenni sem virkar þannig að ef ég hitti Leslie Jones þá springur ónæmiskerfið mitt. Ég get því aldrei hitt hana, eða verið í sama herbergi og hún,“ segir hann og hlær. „Þá samþykkti hún vinabeiðnina mína, þessa fjögurra ára gömlu vinabeiðni. Og hún deildi myndbandi af mér að sýna atriðið hennar. Svo sendi hún mér skilaboð og sagði mér að tékka á söfnunarsíðunni minni og sagði mér að skemmta mér vel á Íslandi. Og nú færðu að vita hvernig þetta tengist! Leslie Jones gaf mér tvö þúsund dollara svo ég gæti farið til Íslands að elta drauma mína! Og ég þakkaði henni aftur og aftur og hún sagði, hey, einhver gerði þetta fyrir mig og það gleður mig að gera þetta fyrir þig. Þannig að þessi kona í sjónvarpinu trúir á mig. Þannig að hingað er ég kominn og mun koma fram á Vegan festival á Thorsplani laugardaginn 13. ágúst og halda fyrirlestur í tengslum við hátíðina á Gló í Fákafeni sunnudaginn 14.ágúst kl.14. Ég verð eini fyrirlesarinn, engin pressa! Og svo fer ég til Berlínar og held fyrirlestur á Berlin Vegan Summer Festival.“
Dýraréttindi í síðasta sæti
Ben segir að hann sé ekki að fara að tala um hvers vegna hann sé vegan. Hann segist ekki þurfa að breiða út vegan-boðskapinn í stórum hópi af fólki þar sem allir eru vegan. Hann telur að næsta skrefið í dýraverndunarumræðunni sé sú hugmynd að tala um réttindi almennt. „Fyrst berjumst við fyrir réttindum samkynhneigðra, svo kvenréttindum, svo svartra og ef við höfum tíma þá berjumst við fyrir réttindum transfólks. Ef það er þannig sem fólk berst fyrir réttindum munu réttindi dýra alltaf lenda í síðasta sæti. Og við komumst aldrei þangað. En við vitum að við getum gert margt í einu. Og ég vil tala um að horfa á veganisma sem einn hluta af stóru myndinni í réttindabaráttu. Ég veit hvað það er að þurfa að berjast fyrir mínum réttindum. Og ef ég sem samkynhneigð manneskja heimta frelsi og rétt þarf ég að vera tilbúinn að gera það sama fyrir aðra. Ég verð að vera lifandi dæmi um þá breytingu sem ég vil sjá í heiminum,“ segir hann en fyrirlestrana flytur Honey LaBronx.
Honey LaBronx fær athygli
„Ég hef komist að því að þegar ég er í draggervinu hlusta allir á það sem ég hef að segja. Allir elska dragdrottningar! Miklu meira en trúða, fólk hræðist trúða. Ég finn að það að vera í drag er frábær leið til að ná athygli fólks, svo ef ég hef athygli þeirra, hvernig vil ég nýta mér það? Svo ég nota draggervið sem aðferð til að koma skilaboðum mínum á framfæri um veganisma og réttindi dýra. Og það hljómar kannski eins og mont eða að ég sé að upphefja sjálfan mig en það eru ótal manneskjur sem hafa sagt mér að þær hafi orðið vegan vegna mín. Nýlega kom tólf ára stúlka að máli við mig og sagðist vera vegan af því hún hefði séð veganmatreiðsluþáttinn minn,“ segir Ben en hann hefur lengi verið með þætti á Youtube sem heita The Vegan Drag Queen Cooking Show. Ben er einnig með hlaðvarp á Big Fat Vegan Radio. „Fólk hlustar á það víða um heim og margir hafa orðið vegan eftir það. Einhvers staðar úti í heimi er einhver að hlusta og ákveða að gerast vegan. Á meðan ég hef þessa athygli vil ég nota hana til að gera heiminn að betri stað.“
Með myndavél á Broadway
Ben starfaði lengi sem ljósmyndari en hann lenti óvart inn í þeim geira eftir að hann tók eftir mjög slæmum ljósmyndum eftir vin sinn sem var blaðamaður á Playbill, tímariti sem fjallar um leikhúslífið í New York. „Myndirnar hans voru hræðilegar, þannig að ég bauðst til að taka þetta að mér. Í svona ár elti ég hann um allt með myndavélina og vann frítt. Og loksins var mér boðið starf hjá Playbill og það var fyrir árbók. Ég var sendur baksviðs á hverri einustu Broadway-sýningu að mynda allt fólkið sem er á bak við tjöldin, alla nema leikarana. Allt fólkið sem fær venjulega ekki athyglina. Ég myndaði þarna frá 2004-2008 og myndaði þúsundir manna,“ segir Ben. „Það var mjög gaman en að sama skapi var það dapurlegt fyrir mig því ég hafði upphaflega flutt til New York til að verða einn af þeim, til að komast á Broadway. En staðreyndin er sú, að ég reyndi það aldrei. En ég hef verið á öllum sviðum, öllum bakherbergjum, alls staðar. Lyktin af mér er í hverju herbergi, í hverju horni í hverju einasta leikhúsi á Broadway. En rétt fyrir sýningar var mér sagt að drífa mig út, ég var fyrir. Þannig að þetta var orðið dálítið dapurlegt.“
„Stór“ aðdáandi Bjarkar
Ég spyr um tengsl hans við Ísland og hvernig í ósköpum standi á því að New York-búi, sem á enga fjölskyldu hér, sé búinn að læra íslensku meira og minna í tíu ár. „Þetta er svo heimskulegt! Íslenska er það tungumál sem er ónauðsynlegast að læra í öllum heiminum! Það er bara talað hér og hér tala allir ensku,“ segir hann og upplýsir hvers vegna. „Ég er stór aðdáandi Bjarkar,“ segir Ben á íslensku. „Ég uppgötvaði Björk á MTV þegar ég sá myndbandið við It’s oh so quiet. Ég var „skakkur“ unglingur og það þurfti mikið til að fá mig til taka eftir einhverju. En á þeirri mínútu sem þetta kom í sjónvarpinu var ég sem steinrunninn. Ég hugsaði, hvað er þetta! Ég fékk svo mikinn áhuga á henni og í mörg ár hlustaði ég á tónlistina hennar. Svo kom Homogenic og ég vissi ekki hvað ég ætti að gera við það,“ segir Ben. Myndin Dancer in the Dark með Björk í aðalhlutverki var frumsýnd árið 2000 og hafði djúp áhrif á Ben. „Ég græt ekki oft. En ég sá þessa mynd og það opnuðust flóðgáttir. Ég átti ekki að horfa á þessa mynd tuttugu sinnum en ég gerði það. Það er sjálfspíning!“ segir hann og heldur áfram. „Björk sagði víst nei við þessu handriti átta sinnum en sagði svo að einhver þyrfti að berjast fyrir þessari persónu, Selmu. Sú umönnun sem hún sýnir í þessu hlutverki, manngæskan. Ég samsama mig þessari persónu. Myndin sýndi mér líka hvað gerist ef maður hugsar alltaf um alla aðra en ekki sig sjálfan. Ef maður segir aldrei hug sinn. Þá verður enginn til að sjá um mann á endanum. Þegar þessi mynd kom út var ég á þeim tímapunkti í lífi mínu að ég uppgötvaði að ég stóð aleinn í þessu lífi. Ég áttaði mig á að enginn myndi sjá um mig nema ég sjálfur,“ segir hann um þau áhrif sem myndin hafði á hann.
Gling-Gló kveikti áhugann
„Eftir myndina fór ég aftur og hlustaði á Homogenic. Og allt í einu skildi ég hvað hún var að segja. Og ég elskaði þessa plötu. Þannig að ég fór að grúska um Björk og fann Gling-Gló sem er að mestu á íslensku. Í fyrsta sinn sem ég hlustaði á Gling-Gló og heyrði hana syngja Luktar-Gvendur hugsaði ég, á ég að lifa restina af lífinu og vita ekki hvað hún er að syngja um? Og á þeirri stundu hugsaði ég, fjandinn. Nú þarf ég að læra íslensku. Og ekki bara til að vita hvað lagið þýddi heldur langaði mig í alvöru að læra tungumálið. Og ég byrjaði á að læra íslensku í gegnum tónlistina hennar Bjarkar og lærði öll lögin. Ég kom svo hingað árið 2003 í fyrsta skiptið. Ég var staddur á pitsustað og lítill drengur sneri sér að mér og spurði: Hvað heitir þú? Og ég svaraði strax á íslensku, ég heiti Ben. Og ég hugsaði, guð minn góður! Ég skildi hann!“ segir Ben. „Þannig að fyrst uppgötvaði ég Björk og tónlistina hennar, svo íslensku vegna hennar.“
Skilaboð um lífið úr tónlist
„En mér finnst líka að tónlistin hennar sé alltaf að senda mér lítil skilaboð. Ég veit að þetta hljómar klikkað en mér finnst guð tala við mig í gegnum tónlistina hennar. Það sem ég þarf að heyra, heyri ég þar. Í opnunarlagi á plötunni Medúlla segir hún: The pleasure is all mine, to get be the generous one is the strongest stance. When in doubt, give. Þetta lag minnir mig á hvernig ég komst hingað, af því að ég væri ekki hér ef einhver hefði ekki hjálpað mér en þetta fékk mig til að hugsa, hvað get ég gefið? Og ég áttaði mig á að ég sem ljósmyndari gæti tekið myndir fyrir fólk ókeypis, eins og til dæmis fyrir fátæka leikara sem vantaði portrett. Og einhvern veginn leiddi þetta allt mig til Íslands. Það er einhver ástæða fyrir því að ég á að vera hérna. Ég fæ svo mikla aukaorku hér, himinninn er öðruvísi, loftið er öðruvísi,“ segir hann.
Talaði við Björk
Kvöldið fyrir viðtalið kom Honey LaBronx fram á Dragsúgi. Ég spyr Ben hvort Björk hafi verið þar. „Ég veit ekki hvort hún var á meðal áhorfanda. Ég beið í anddyrinu á eftir í þeirri von að hitta hana. Allt mitt líf hef ég sagt að ég myndi aldrei vilja hitta Björk. Hvað í ósköpunum ætti ég að segja við hana!? Henni gengur prýðilega án mín. En ég beið samt í anddyrinu því ef hún væri þarna myndi hún kannski heilsa upp á mig. Og ég beið og beið en hún var ekki þar. Þannig að ég fór út og fór að pakka saman í bílinn þegar það kemur einhver labbandi í áttina til mín, með slæðu yfir höfðinu. Ég hugsaði, hvaða dragdrottning er nú þetta? Og hún sagði við mig: Er það búið? Og ég svaraði á íslensku, já sýningin er búin. Og þá sló það mig að ég þekkti röddina hennar. Og ég gerði mér grein fyrir því að ég væri þarna að tala við Björk, í samtali sem ég hóf ekki! Og ég vildi að ég gæti sagt þér meir hvað okkur fór á milli, en ég segi það dagsatt, ég man það ekki. En ég veit að ég reyndi að tala við hana og man að ég sagði á íslensku: Þú ert ástæðan fyrir því að ég tala íslensku. Hún var mjög ánægð með það og sagði það. En svo man ég ekki meir, ég held að ég hafi tekið í höndina á henni,“ segir hann. Ég spyr hvort hann hafi ekki náð mynd af þeim saman. „Nei! Og ég mun eyða því sem eftir er af lífinu í að spyrja mig hvers vegna ég hafi ekki að minnsta kosti spurt hana hvort ég gæti fengið mynd af okkur saman. En ég gaf henni nafnspjaldið mitt. Og Björk, ef þú ert að lesa þetta, takk fyrir líf mitt, takk fyrir íslenskuna,“ segir Ben og fær tár í augun. „Og Björk, ég verð á Gay Pride þannig ef þú sérð dragdrottningu með mjög mikið hár gerðu það og komdu og leyfðu mér að fá mynd af okkur og þá þarf ég aldrei að trufla þig framar!“
ENGLISH TEXT (mostly via Google Translation with generous corrections from me)
Björk sparked an interest
Ben Strothmann was fascinated by Björk as a teenager and decided he had to learn her native language, Icelandic. He is currently in the country as a drag queen Honey LaBronx which will both take part in the parade on Saturday and a lecture on animal rights at Vegan festival next weekend.
INTERVIEW
“Björk, thanks for my life, thanks to the Icelandic”
Sunday, 08.07.2016 Morgunblaðið
Ben Strothmann is a New Yorker, a drag queen, a photographer, a former waiter, vegan, feminist, social justice warrior, animal rights activist, one of the biggest fans of Björk, an Icelandic student, gay, and most recently, a speaker on animal rights and veganism. In his drag life he is Honey LaBronx and claims he used the attention it receives to draw attention to what really matters, animal rights.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
It was appropriate to meet this die-hard vegan at Gló on Klapparstígur. I see Ben in line and say hi in English. He answered in Icelandic. He orders a meal and whispers to me: How do you say receipt? I answer. “Get ég fengið kvittun?” He asked the cashier loud and clear. The pronunciation is pretty good with this friend-of-Iceland who has come here this time to lecture on animal rights and issues. He will do this as the drag queen Honey LaBronx. And of course he will be at Pride where he hopes to meet his idol, Björk.
Always liked boys
We settle on the balcony in the sun and decide to speak English. Ben still uses the opportunity from time to time to flaunt his Icelandic. I’m curious to know where he is from; who he is. “I’m as old as the universe and as a young and moment,” Ben replies when I ask about age. Ben grew up in Milwaukee, Wisconsin, but has lived the last 16 years in New York. He says he never questioned about his sexual orientation. “I’ve always known I was gay. There was never that moment in my life where I had to discover that I was gay, I would be different. Ever since I was a small boy I knew it. I remember that I was maybe three years old and the boys on TV, I knew that I was fond of boys in kindergarten. But all the adults told me that one day I would marry a woman. I thought, how do you know? How can you tell what will happen in my life? I am very happy that I grew up with this question from the age of three, I need to think about who I really am. In first grade, I had a crush on this boy; he looked like a little Harrison Ford. I thought he was so cute and I sent him a little love note and wrote on the board: Ben loves Doug. I thought nothing of it but one student saw it and freaked out. I watched Doug rip up the note,” says Ben, who has written a one-act play about the incident. I ask whether he was devastated when it happened. “I am not a very emotional person, although it may seem so. It is very easy for me to put my feelings in little boxes and put them aside somewhere. Maybe one day I will need to deal with all those boxes. But I remember that I was a little hurt but I understood,” he says. “So in the second grade, I understood that I should not be talking about this. It was not until seven years later, around thirteen years old that the topic came back up. The internet had just been invented and then I could go there and met others who were gay and I met people who were like me. I found my “tribe” and there I fit in,” says Ben.
The gay relative
Ben says his parents have been understanding even if it was difficult for them. He said he had heard many negative stories and even scary stories about parents’ responses when their child came out of the closet. Some of his friends have said he should be glad that nothing bad happened to him. “I say no, I’m not going to be grateful that things could have been worse.  Just because things could be terrible, I’m not going to be grateful that I was not killed. I feel I deserve to enjoy the same rights and receive the same treatment as everyone else,” says Ben. “When I told my parents and my siblings that I was gay, they began to treat me differently, and treat me as such. I told a family member once: I feel like I’m the GAY relative, not just your relative,” he says and explains that he does not want to be categorized because of his sexual orientation. He says people assume that because he is gay, he is interested in things that people think that all gays are interested in. “I do not want to focus attention on the fact that I’m gay. I don’t think about it every day that I’m gay. When I was younger, and was struggling to define who I was, it was very important for me to define myself as gay. Now I’m much more interested in that I’m vegan, I’m an animal rights activist, I’m a feminist; that I’m opposed to discrimination against people of color. I’d rather find myself there, that being gay is just a coincidence. And the only ones who need to know that are the very, very, very lucky men who get to go home with me,” he says and smiles.
He ate his mom’s lipstick
Honey LaBronx is a character that Ben has created and developed over the years. When he is dressed as her, he can express himself differently and he has an outlet for exhibiting the dreams he has always had of standing on a Broadway stage, acting and singing. I ask about this woman and who she is. “I’ll tell you, Honey LaBronx is a liar and a thief. No, I’m just kidding!” he says and explains the matter. “As long as I’ve known I was gay, I have known that I wanted to be a drag queen. All my life. If you had asked me when I was five if I wanted to dress up as a woman, I would have shouted, YES!,” says Ben, and he remembered well playing around with his mother’s make-up. “I remember I ate her lipstick. You know it is said that we are all pink inside? I am especially so, because of all the lipstick that I ate! I am the only drag queen who paints herself on the inside,” he says jokingly. “I remember I enjoyed playing with my mother’s makeup,” he says. “And I never dressed right up as a drag queen before. But I was always putting on wigs, scarves or glasses. So I was nineteen and was always visiting New York and one day I thought of the name Honey LaBronx, it just came to me. God gave me drag my name. But I did not become a drag queen until eleven years later,” says Ben and he says about his beginning. “They needed some amateur drag queens to entertain and sell tickets at a charity event. My friend volunteered me as a drag queen. I went to my friend to make me up. And though I looked terrible everyone said that I looked terrific. They did not know who I was, they didn’t see me and I felt like I was invisible; like I was in disguise and it was such an awesome experience that I knew I wanted to keep this going,” says Ben found himself quickly in the role.
His drag mother is world famous
“And that first day as a drag queen, I went backstage and there was a very handsome black man painting his face. We got to talking and he was then named Kitten Withawhip. He became my best friend and now he is called Bob the Drag Queen and he won season 8 of RuPaul’s Drag Race. He won the show in June and is the most famous drag queen in the world today! But I’ve know him for so long. My first year in drag, I always wore the same outfit, I knew nothing of this. He came to me and asked me if he could be a drag my mother and I agreed. He went to work with my clothes and makeup because I do not have much fashion sense. I ended up moving in with him and we lived together for four years,” he says.
He lost his job as a waiter
Ben says that Bob the Drag Queen is doing very well financially. “It is very encouraging that now he gets to travel the world and do what he loves to do. He always told me, if you do what you love, the money will follow. I lived with him when he quit all his jobs. I watched him work his way up from nothing. But I was going to do this differently, work all kinds of jobs and save my money. But I lost my job a few weeks ago. I did not think I was going to tell this story. I was a waiter in a vegan restaurant but I got fired, quite unexpectedly. And the first thing I thought was that I needed to find another job, as a waiter or bartender, but then I thought, no! Two years at this restaurant have not done anything for my career as a drag queen, now I’m going to decide for myself what to do. I had to sit down and ask myself, what I actually want to do? In New York you can live a good life being a drag queen. You just have to find a bar and get to perform there, perhaps weekly. But in my heart this was not what I wanted to do, I’m not a bar person. I do not drink and although I can be around people who drink, I don’t want to have to deal with drunks. So I asked myself if I didn’t want to be a bar queen, what would I do with my life? This was a difficult question and I thought about it for two weeks. I am animal rights activist and I finally figured out that I wanted to talk about animal rights to improve the world. I want to live my life for the animals, both human and non-human. So I decided that I wanted to become an international speaker on animal rights,” he decided to pursue his dream.
He has never given a speech
Ben stopped doing normal work and decided to go to Iceland and Berlin to speak there. “I have never given a speech. I have no problems with talking, but have never given a speech. But I decided to take all the money I have and buy myself a flight to Iceland and Berlin. My friend gave me a thousand dollars, and I decided to launch a fundraiser online. There I asked people to help me so I could come here and go to Berlin and speak about animal rights. I was not even booked anywhere. I thought, either Bob is a liar or he knows something I do not know. I’ll just do this and the money will follow,” he says, but the fundraiser went slowly.
Leslie Jones believes in me
“And now we come to another story, which relates to this. Do you know who Leslie Jones? I loved her and her scene since 2006. I’ve been sober now for eight years but this was a time when I was very hopeless and depressed. But when she came onto the screen, I laughed so much that it forced me to find hope and joy again. Today she is a cast member on Saturday Night Live and in the new Ghost Busters movie with all female leads. She is a black woman and one of the stars of the film,” he explains for the journalist. “I sent her a message and a friend request on Facebook many years ago. I told her what a fan I was, that I was a drag queen, and that I used her material in my drag shows. She said that, for many years, she loved drag queens and was happy to hear this. I sent her a message again last month and told her how proud I was of her, and how far she has come. I would die if I saw her. Seriously, I could die. I have a rare syndrome such that if I met Leslie Jones then my immune system would explode. I can never met her, or be in the same room as her,” he says and laughs. “Then she accepted my friend request, this four year old friend request. She shared a video of me performing her material. Then she sent me a message and told me to check my fundraiser site and told me to enjoy my trip to Iceland. And now you know how this story is related! Leslie Jones gave me two thousand dollars so I could go to Iceland to pursue my dreams! I thanked her again and again and she said, hey, someone did this for her and she is glad to do this for me. So that woman from TV believes in me. And so I am here and I will perform at the Vegan Festival at Thorsplani on Saturday, August 13th and I will speak at Gló in Fákafeni on Sunday, August 14th. I am the only speaker, no pressure! And then I go to Berlin and give a speech at Berlin Vegan Summer Festival.
Animal Rights in last place
Ben says he is not going to talk about why he went vegan. He says he does not need to spread the vegan-message to a large group of people who are mostly vegan. He believes that the next step in the animal rights debate is the idea of talking about rights in general. “First we fight for gay rights, then women’s rights, then black people, and then if we have time we’ll fight for the rights of trans people. If that’s the way we fight for rights, animal rights will always come last. And we will never get there. But we know that we can do many things at once. And I want to talk about seeing veganism as a part of the bigger picture. I know what it is like to have to fight for my rights. And if as a homosexual I insist on my freedom and rights, I have to be prepared to do the same for others. I have to be a living example of the change I want to see in the world,” says he who will be lecturing as Honey LaBronx.
Honey LaBronx gets attention
“I’ve found that when I’m in drag everyone listens to what I have to say. Everyone loves a drag queen! Much more than clowns, people are afraid of clowns. I feel that being in drag is a great way to catch people’s attention, so if I have their attention, how do I take advantage of it? So I use drag as a way to get my message across about veganism and animal rights. It might sound like I’m bragging or I’m exaggerating but there are countless people who have told me that they have become vegan because of me. Recently, a twelve year old girl approached me and said he became a vegan because she had seen my vegan cooking show,” says Ben, who has long had a cooking show on Youtube called The Vegan Drag Queen Cooking Show. Ben also has a podcast called Big Fat Vegan Radio. “People listen to it around the world and many have become vegan after that. Somewhere in the world there is someone listening right now and deciding to become vegan. While I have this attention, I use it to make the world a better place.”
With a camera on Broadway
Ben worked long as a photographer but he accidentally broke into the scene after he noticed some bad photographs by a friend who was a journalist at Playbill, a magazine that focuses on theater life in New York. “His pictures were awful, so I offered to take them myself. For about a year I followed him around with a camera and worked for free. And finally, I was offered a job with Playbill and it was for the Yearbook. I was sent backstage at every Broadway show to photograph all the people that work behind the scenes, except the actors. All the people who usually gets no attention. I worked there from 2004-2008 and photographed thousands of people,” says Ben. “It was very nice but at the same time it was sad for me because I had originally moved to New York to become one of them, to be on Broadway. But the fact is that I never tried that. But I’ve been in every area, backstage, everywhere. The smell of me is in every room, in every corner, in every theater on Broadway. But just before every show I was told I had to hurry out. So this became a bit sad.”
A “huge” fan of Björk
I ask about his relationship with Iceland and how on earth it stands that a New Yorker, who has no family here, came to learn Icelandic for more or less ten years. “It’s so stupid! Icelandic is the most unnecessary language to learn in the world! It is only spoken here and here, everyone speaks English,” he informs why. “Ég er stór aðdáandi Bjarkar (I’m a big fan of Björk),” Ben says in Icelandic. “I discovered Björk on MTV when I saw the video for It’s Oh So Quiet. I was a ”stoned” teenager and it took a lot to get me to notice something. But the minute she was on TV, I was stunned. I thought, what is this! I got became so interested in her and for many years I listened to her music. Then came Homogenic and I did not know what to do with it,” says Ben. The film Dancer in the Dark starring Björk premiered in 2000 and had a profound influence on Ben. “I don’t cry often. I saw this movie and it opened the floodgates. I should not have watched this movie twenty times but I did it. It is self-torture!” He continues. “Björk said no to this script eight times but then said that someone had to fight for this character, Selma. The care that she shows in this role, the humanity. I identify myself with this character. The film also showed me what happens when a person always thinks of everyone else but not themselves. If someone never speaks their mind. Then there will be no one to care for them in the end. When this picture came out, I was at that point in my life I discovered that I was all on my own in this world. I realized that no one would look after me except myself,” he says of the impact the film had on him.
Gling-Gló sparked an interest
“After the movie I went back and listened to Homogenic. And suddenly I understood what she was saying. And I loved this album. So I started to really research Björk and I found Gling-Gló which is mostly in Icelandic. The first time I listened to Gling-Gló and heard her sing Luktar Gvendur I thought, do I want to live the rest of life not knowing what she is singing about? And at that moment I thought, damn. Now I have to learn Icelandic. And not just to know what these songs meant, but I wanted really to learn the language. And I began to learn Icelandic through her music and learned all the songs. I came here in 2003 for the first time. I was at this pizza place and this little boy turned to me and asked: ‘Hvað heitir þú?’ and I immediately replied in Icelandic, ‘Ég heiti Ben.’ And I thought, my God! I understood him!” says Ben. “So first I discovered Björk and her music, then Icelandic because of her.”
Message about life from the music
“But I also feel that her music always sends me small messages. I know this sounds crazy but I feel God speaks to me through her music. What I need to hear, I hear there. The opening track on the album Medulla she says: ‘The pleasure is all mine, to get to be the generous one is the strongest stance. When in doubt, give.’ This song reminds me of how I came here, because I would not be here if everyone didn’t help me but it made me think, what can I give? And I realized that as a photographer I could take pictures for people for free, like the poor actors who needed headshots. And somehow all this led me to Iceland. There is some reason why I should be here. I get so much extra energy here, the sky is different, the air is different,” he says.
I spoke to Björk
The night before the interview Honey LaBronx performed with Drag-Súgur. I asked Ben if Björk had been there. “I do not know whether she was in the audience during my performance. I waited in the lobby afterwards, hoping to meet her. All my life I have said that I would never want to meet Björk. What on earth could I say to her!? She is doing fine without me. But still I waited in the lobby in case she was there, she would maybe say hello to me. I waited and waited but she was not there. So I went out and began to pack my things into the car when someone was walking toward me, with a veil over her head. I thought, what a drag queen is this? She said to me: ‘Er það búin (Is it over?)’ I replied in Icelandic, ‘Já, sýning er búin’ (Yes, the show is over).’ And then it struck me that I recognized her voice. And I realized that I was speaking with Björk, in a conversation I did not start! I wish I could tell you more what happened, but I have to say, I do not remember. But I know I tried to talk to her and remember that I said in Icelandic: ‘Þú ert ástæðan fyrir því að ég tala íslensku (You are the reason that I speak Icelandic).’ She was very happy with that and said so. But I can not remember more, I think I shook her hand,” he says. I ask if he did not take a picture of them together. “No! I will spend the rest of my life asking myself why I did not at least ask her if I could get a picture of us together. But I gave her my business card. And Björk, if you’re reading this, thanks for my life, thanks for the Icelandic,” says Ben and gets tears in her eyes. “And Björk, I’ll be at Pride so if you see a drag queen with really high hair please come and let me get a picture of us, and I will never bother you again!”
Advertisements